City vann fyrri leikinn gegn Bayern með þremur mörkum gegn engu. Í búningsklefanum eftir leikinn sló Mané Sané í andlitið. Bayern setti Mané í eins leiks bann sem hann tók út í 1-1 jafnteflinu við Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Guardiola segir þessi uppákoma gæti eflt Bæjara fyrir leikinn annað kvöld.
„Algjörlega, stundum þarftu svona átök til að þjappa liðinu saman. Ég er nokkuð viss um það. Þetta er ekki veikleiki. Þetta verður styrkleiki gegn okkur,“ sagði Guardiola sem þjálfaði Bayern á árunum 2013-16.
City vann Leicester City, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liðið hefur unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum.