Færslurnar leiðréttar og korthafar þurfi ekki að hafa áhyggjur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 12:55 Hefur það verið gagnrýnt að breyting Mastercard hafi verið gerð um helgi. Allar röngu færslurnar sem fóru í gegnum kerfi Rapyd um helgina hafa verið leiðréttar en bankarnir geta verið mislengi að lesa inn leiðréttinguna hjá viðskiptavinum. Jónína Ingvadóttir, markaðsstjóri Rapyd segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum. „Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
„Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25
Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10