Færslurnar leiðréttar og korthafar þurfi ekki að hafa áhyggjur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 12:55 Hefur það verið gagnrýnt að breyting Mastercard hafi verið gerð um helgi. Allar röngu færslurnar sem fóru í gegnum kerfi Rapyd um helgina hafa verið leiðréttar en bankarnir geta verið mislengi að lesa inn leiðréttinguna hjá viðskiptavinum. Jónína Ingvadóttir, markaðsstjóri Rapyd segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjármunum sínum. „Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
„Engin vandamál eða villur tengt þessu atviki hafa komið upp í framhaldinu hjá Rapyd,“ segir Jónína. En Rapyd hefur umsjón með sölu og viðskiptatengslum við innlenda útgefendur greiðslukorta og annast umsýslu með útgáfu korta fyrir þeirra hönd. Eins og Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá setti niðurfelling aura í greiðslukortakerfum færslur í uppnám, bæði fyrir og eftir helgi. Vandamál komu upp hjá VISA korthöfum á föstudag þegar færslur í Danmörku hundraðfölduðust. Það sama gerðist hjá Mastercard korthöfum á mánudag, eftir að aurarnir voru felldir niður í því kerfi á laugardag. En þá var vandinn ekki bundinn við Danmörku og villan gekk í báðar áttir. Það er að færslur annað hvort hundraðfölduðust eða deildust með hundrað. Réðu ekki tímasetningunni „Breytingin hafði lítil sem engin áhrif hjá Rapyd vegna færslna frá VISA og Amex,“ segir Jónína. „Þegar villa kom í ljós að morgni 17. apríl vegna Mastercard færslna sendi Rapyd leiðréttingarskrár sem voru mótteknar af MasterCard klukkan 10:01. Þar með var málið leiðrétt gagnvart Mastercard.“ Það sé svo undir hverjum útgáfubanka að lesa inn leiðréttinguna og getur sú meðhöndlun tekið mislangan tíma. Jónína segir að Rapyd harmi þau óþægindi sem villurnar höfðu í för með sér. Rapyd hafi ekki haft neina aðkomu að ákvarðanatöku um niðurfellingu aurana heldur kortafyrirtækin sjálf. Heldur ekki tímasetninguna á breytingunni. En það hefur verið gagnrýnt að breytingin hafi verið gerð um helgi.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27 Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Mastercard hafar Íslandsbanka fengu sjokk í morgun Villur hafa komið upp á Mastercard greiðslukortum Íslandsbanka eftir aurarnir voru felldir niður á laugardag. Villurnar eru hins vegar að koma fram núna í morgun. Dæmi eru um að færslur séu að hundraðfaldast, en einnig eru villur í hina áttina. 17. apríl 2023 11:27
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25
Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. 14. apríl 2023 14:10