Fótbolti

Jóhannes Karl áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson og Åge Hareide hinir kátustu.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Åge Hareide hinir kátustu. vísir/hulda margrét

Åge Hareide, nýr landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Jóhannes Karl Guðjónsson verði áfram aðstoðarþjálfari landsliðsins. Hann staðfesti það á blaðamannfundi í dag.

Jóhannes Karl hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs frá því í fyrra og tók við eftir að Eiði Smára Guðjohnsen var sagt upp störfum. Hareide staðfesti að hann vilji vinna með Jóhannesi og hann verði áfram aðstoðarþjálfari liðsins.

„Ég fékk kynningu á hvað hann og þeir hafa gert og þeirra hugsunarhætti,“ sagði Hareide á fundinum. 

„Jói var með frábæra kynningu á því sem þeir hafa gert á æfingum og leikjum, Hann er ungur og öflugur þjálfari,“ bætti hann við.

„Ef hægt er að byggja upp starfslið ungra þjálfara héðan lofar það góðu fyrir framtíðina,“ sagði hann enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×