Fjölsmiðja ungs fólks skorin niður og mötuneyti sameinuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 16:59 Vinnuskóli Árborgar verður minnkaður en félagsmiðstöðvar opnar lengur á móti. Vinnuskóli Árborgar Auðlindin, virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg verður lögð niður í þeim niðurskurði sem tilkynntur var í dag. Sveitarfélagið sagði 57 manns upp störfum. Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu. Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu.
Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44