„Verðum að halda okkar standard“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2023 22:45 Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik. Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55