Mikil fækkun umframdauðsfalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 15:59 Dánartíðnin hefur verið mjög há á Íslandi en er nú loksins að lækka. Vilhelm Gunnarsson Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26