Er barnið þitt í ofbeldissambandi? Drífa Snædal skrifar 19. apríl 2023 18:31 Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar