Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2023 21:29 Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Jón Atli Benediktsson rektor HÍ féllust í faðma þegar ráðherra gaf þeim lykilinn að hinu langþráða húsi. Stöð 2 Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt hjá áhugafólki um íslensku um að fá að heimsækja þetta glænýja heimili íslenskunnar sem mun hýsa einhverjar verðmætustu eigur þjóðarinnar, gömlu handritin. Aðdragandinn hefur verið langur en hugmyndin um slíkt hús kom fyrst fram fyrir rúmum tveimur áratugum en efnahagshrunið setti strik í reikninginn og á tímabili var lóðin uppnefnd „hola íslenskra fræða“ en í dag rættist loksins draumurinn um hús undir íslensk fræði, handrit, nám, miðlun og kennslu. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var að vonum himinlifandi með daginn en þau Guðrún og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, féllust í faðma þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti þeim lykilinn að Eddu. Guðrún Nordal segir að gríðarlega mörg tækifæri séu fólgin í nýju húsi íslenskunnar. „Nú er hægt að safna saman öllum kröftunum í þessu húsi og hægt að búa til deiglu fyrir íslensk fræði en þetta er ekki bara fyrir rannsóknastarf heldur líka miðlunarstarf; taka á móti gestum til að skoða handritin, miðla gögnum og vinna saman,“ segir Guðrún. En hvers konar starfsemi mun fara fram í Eddu? „Það er kennsla, það eru rannsóknir, það er nýsköpun, skapandi skrif, það er tungumálið og skjól fyrir fræðimenn sem vinna að íslenskum fræðum um allan heim, þeir koma þá hingað. Hér erum við komin með miðstöð íslenskra fræða í heiminum. Nú erum við komin með þann stað, hann var ekki til áður. Við finnum bara að möguleikarnir eru að opnast og tækifærin. Nýir hlutir munu gerast,“ segir Guðrún. Efnt var til nafnasamkeppni en það kom menningar-og viðskiptaráðherra á óvart hversu mikinn áhuga almenningur sýndi húsinu en alls bárust 1580 tillögur. Ein af tillögunum var að húsið yrði nefnt í höfuðið á Altúngu í Birtíngi eftir Voltaire. Þá var einnig stungið upp á nöfnunum Fold og Von en nefnd sem var skipuð til að velja nafnið var hrifnust af Eddu. Hin sex ára Edda steig á svið í dag til að segja frá uppruna nafnsins. Þrjár Eddur stigu á svið í dag í tilefni af nafngiftinni og sögðu frá uppruna nafnsins Edda. Sú sem er sex ára, sagðist aðspurð, pæla mikið í íslensku og lesa mikið. Hún sagðist þá handviss um að hún muni koma oft í heimsókn í framtíðinni og er glöð með að hafa eignast nýja nöfnu. Bragi Valdimar Skúlason, textasmiður, tónlistarmaður og íslenskufræðingur var himinlifandi með áfangann. Bragi Valdimar er svo hrifin af Eddu húsi íslenskunnar að hann hugleiðir nú að skrá sig í meistaranám. „Við verðum að hugsa vel um tungumálið. Þetta er lykillinn að því sem við erum, og því sem við vorum. Íslenskan geymir allar okkar hugsanir, það hefur hún gert hingað til og vonandi áfram. Þetta er bara partur af því að passa upp á hver við erum og sjálfsmyndina.“ Ætlarðu að koma oft í heimsókn? „Já, ég var nú bara að hugsa um að fara að skrá mig í framhaldssnám, þetta er svo flott,“ segir Bragi og skellir upp úr. Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. 19. apríl 2023 17:23 Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. 19. apríl 2023 16:01 „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt hjá áhugafólki um íslensku um að fá að heimsækja þetta glænýja heimili íslenskunnar sem mun hýsa einhverjar verðmætustu eigur þjóðarinnar, gömlu handritin. Aðdragandinn hefur verið langur en hugmyndin um slíkt hús kom fyrst fram fyrir rúmum tveimur áratugum en efnahagshrunið setti strik í reikninginn og á tímabili var lóðin uppnefnd „hola íslenskra fræða“ en í dag rættist loksins draumurinn um hús undir íslensk fræði, handrit, nám, miðlun og kennslu. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var að vonum himinlifandi með daginn en þau Guðrún og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, féllust í faðma þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti þeim lykilinn að Eddu. Guðrún Nordal segir að gríðarlega mörg tækifæri séu fólgin í nýju húsi íslenskunnar. „Nú er hægt að safna saman öllum kröftunum í þessu húsi og hægt að búa til deiglu fyrir íslensk fræði en þetta er ekki bara fyrir rannsóknastarf heldur líka miðlunarstarf; taka á móti gestum til að skoða handritin, miðla gögnum og vinna saman,“ segir Guðrún. En hvers konar starfsemi mun fara fram í Eddu? „Það er kennsla, það eru rannsóknir, það er nýsköpun, skapandi skrif, það er tungumálið og skjól fyrir fræðimenn sem vinna að íslenskum fræðum um allan heim, þeir koma þá hingað. Hér erum við komin með miðstöð íslenskra fræða í heiminum. Nú erum við komin með þann stað, hann var ekki til áður. Við finnum bara að möguleikarnir eru að opnast og tækifærin. Nýir hlutir munu gerast,“ segir Guðrún. Efnt var til nafnasamkeppni en það kom menningar-og viðskiptaráðherra á óvart hversu mikinn áhuga almenningur sýndi húsinu en alls bárust 1580 tillögur. Ein af tillögunum var að húsið yrði nefnt í höfuðið á Altúngu í Birtíngi eftir Voltaire. Þá var einnig stungið upp á nöfnunum Fold og Von en nefnd sem var skipuð til að velja nafnið var hrifnust af Eddu. Hin sex ára Edda steig á svið í dag til að segja frá uppruna nafnsins. Þrjár Eddur stigu á svið í dag í tilefni af nafngiftinni og sögðu frá uppruna nafnsins Edda. Sú sem er sex ára, sagðist aðspurð, pæla mikið í íslensku og lesa mikið. Hún sagðist þá handviss um að hún muni koma oft í heimsókn í framtíðinni og er glöð með að hafa eignast nýja nöfnu. Bragi Valdimar Skúlason, textasmiður, tónlistarmaður og íslenskufræðingur var himinlifandi með áfangann. Bragi Valdimar er svo hrifin af Eddu húsi íslenskunnar að hann hugleiðir nú að skrá sig í meistaranám. „Við verðum að hugsa vel um tungumálið. Þetta er lykillinn að því sem við erum, og því sem við vorum. Íslenskan geymir allar okkar hugsanir, það hefur hún gert hingað til og vonandi áfram. Þetta er bara partur af því að passa upp á hver við erum og sjálfsmyndina.“ Ætlarðu að koma oft í heimsókn? „Já, ég var nú bara að hugsa um að fara að skrá mig í framhaldssnám, þetta er svo flott,“ segir Bragi og skellir upp úr.
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. 19. apríl 2023 17:23 Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. 19. apríl 2023 16:01 „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. 19. apríl 2023 17:23
Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. 19. apríl 2023 16:01
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20