ÍBV hefur samið við Valentinu Bonaiuto um að leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Valentina er markvörður sem er frá Venesúela en kemur til Vestmannaeyjaliðsins frá Bandaríkjunum þar sem hún lék síðast í háskólaboltanum þar í landi.
Hún mun keppa um markmannsstöðuna við Guðnýju Geirsdóttir í sumar.
Melissa Anne Lowder hefur skrifað undir samning við Þór/KA um að leika með liðinu út komandi tímabil.https://t.co/cTF9xPY8H5#viðerumþórka
— Þór/KA (@thorkastelpur) March 27, 2023
Þá hefur Melissa Anne Lowder fengið leikheimild með Þór/KA en hún kom til landsins á dögunum eftir að hafa samið við Akureyrarliðið fyrr í vetur.
Melissa er 26 ára gömul og var einnig að spila í Bandaríkjunum en í atvinnumannadeildinni með liðum á borð við Utah Royals, Chicago Red Stars og San Diego Waves.
Keppni í Bestu deildinni hefst á þriðjudag þar sem ÍBV fær Selfoss í heimsókn en Þór/KA hefur leik á miðvikudag með heimsókn í Garðabæ gegn Stjörnunni.