„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. apríl 2023 07:01 Vont kvöld í Seville. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. „Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00