„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Máni Snær Þorláksson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. apríl 2023 12:51 Einar Valsson segir að það hafi gengið vel að losa flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Landhelgisgæslan Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. „Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“ Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“
Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira