Stefán var í byrjunarliði Silkeborg í kvöld, en það voru gestirnir í Álaborg komust yfir með marki þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Stefán og félagar fóru þó með forystu inn í hálfleikshléið með mörkum á 26. og 42. mínútu.
Stefán var svo tekinn af velli þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og lengst af leit út fyror að Silkeborg myndi sigla heim nokkuð þægilegum sigri. Gestirnir jöfnuðu þó metin á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og lokatölur urðu 2-2.
Silkeborg situr nú í þriðja sæti neðri hluta dönsku deildarinnar með 30 stig þegar tveir leikir eru eftir, en stigið spyrnti Álaborg frá botni deildarinnar og upp fyrir Íslendinalið Lyngby.