Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 09:46 Halyna Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést af voðaskoti á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021. Hún lét eftir sig eiginmann og son á barnsaldri. Vísir/Getty Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20