Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar í góðri stöðu í Dan­mörku

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er að gera flotta hluti hjá Federicia
Guðmundur Guðmundsson er að gera flotta hluti hjá Federicia EPA-EFE/Tamas Kovacs

Læri­sveinar Guð­mundar Guð­munds­sonar hjá danska úr­vals­deildar­fé­laginu Federicia unnu sinn annan leik í röð í dag er liðið tók á móti Skandr­borg í úr­slita­keppni dönsku deildarinnar.

Loka­tölur í Federicia I­drætscenter í dag urðu 26-23, heima­mönnum í vil. Sigurinn sé til þess að mikil spenna ríkir á milli Bjerring­bro-Sil­ke­borg og Federicia um annað sæti í riðli tvö en efstu sæti hvers riðils veita þátt­töku­rétt í næstu um­ferð úr­slita­keppninnar.

Í hinum leik dagsins í úr­slita­keppni dönsku úr­vals­deildarinnar unnu ríkjandi meistararnir í GOG eins marks sigur á Bjerring­bro-Sil­ke­borg, loka­tölur 35-34.

GOG situr í efsta sæti riðils 2 með sjö stig. Guð­mundur Guð­munds­son og Federicia sitja í 2. Sæti með fjögur stig, Bjerring­bro-Sil­ke­borg og Skander­borg reka síðan lestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×