Efna til „klórumyndasamkeppni” í tilefni af degi íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2023 13:06 Hestum finnst ótrúlega gott að láta klóra sér og því hefur Íslandsstofa efnt til „Klórumyndbandasamkeppni“ þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Christiane Slawik Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér. Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl. Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl.
Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira