Willum kom heimamönnum í forystu strax á 17. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn bættu svo öðru marki við þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Go Ahead Eagles.
Willum og félagar sitja nú í tíunda sæti deildarinnar með 36 stig eftir 30 leiki og eru enn í harðri baráttu um sæti í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.