Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2023 14:00 ÍR-ingar féllu úr Olís-deild karla eins og flestir nýliðar undanfarin ár. vísir/hulda margrét Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér. Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita