Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2023 14:00 ÍR-ingar féllu úr Olís-deild karla eins og flestir nýliðar undanfarin ár. vísir/hulda margrét Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér. Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn