Don Lemon rekinn frá CNN Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 18:41 Don Lemon starfar ekki lengur hjá CNN eftir sautján ára starfsferil hjá fréttastöðinni. Getty/Dominik Bindl Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan. Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira