Konan, sem er 28 ára, var á leið frá Los Angeles til Sydney. Samkvæmt CNN mun hún ekki hafa haft leyfi til að flytja byssuna inn í landið.
Hámarksrefsingin við því að flytja inn skotvopn án leyfis er tíu ára fangelsi. Hún fór fyrir dómara í gær og var eftir það látin laus gegn tryggingu.
Skotvopn eru ekki algeng í Ástralíu og hefur byssulöggjöfin þar verið hert á síðustu árum. Var það gert eftir að skotmaður drap 35 manns í Port Arthur í Tasmaníu árið 1996.