Tólf ára Íslandsmeistari vill verða sú besta í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:35 Garima Nitinkumar Kalugade með bikarinn og ásamt hinum verðlaunahöfunum í hennar flokki. Tennissamband Íslands - TSÍ Garima Nitinkumar Kalugade er aðeins tólf ára gömul en náði því engu að síður um helgina að verða Íslandsmeistari kvenna í tennis. Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér. Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér.
Tennis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira