Bæta þurfi upprunamerkingu á matvöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2023 21:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, sem flutti m.a. ávarp á fundinum á Hótel Selfossi í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira