Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:45 Nærri því um leið og Neil Gorusch var staðfestur í embætti hæstaréttardómara árið 2017 fann hann kaupanda að fasteign sem hafði verið til sölu frá 2015. Kaupandinn var eigandi umsvifamikillar lögmannsstofu. Vísir/EPA Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10