Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna. Dreifing ofbeldismyndbanda sé liður í frekari niðurlægingu þolenda.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Andlátum vegna ópíóíðafíknar hefur fjölgað og við ræðum við yfirlækni á Vogi um alvarlega stöðu. Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem þingmenn streymdu í pontu í dag og kölluðu eftir aðgerðum.

Við rýnum einnig í glænýja könnun á fylgi borgarstjórnarflokka. Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum og ríflega helmingur telur meirihlutann hafa staðið sig illa.

Við ræðum einnig við forsætisráðherra um hrifningu hennar á kleinum og verðum í beinni frá tónleikum sem haldnir verða í kvöld til heiðurs Svavars Péturs, eða Prins Póló.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×