Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:27 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis. Aðsend Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32