Málefni trans fólks: Hingað erum við þá komin Álfur Birkir Bjarnason og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 27. apríl 2023 13:00 Þessa dagana upplifum við hinsegin fólk ákveðið afturhvarf til fortíðar, þar sem sumt fólk telur eðlilegt að samfélagsumræða fari fram um tilvistarrétt fólks. Tilraun er gerð til að varpa rýrð á Samtökin ‘78 fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir trans fólk. Þetta er atburðarás sem við höfum þegar séð erlendis en við höfum einnig séð að með réttum viðbrögðum má minnka áhrifin. Fyrir skömmu birtist skoðanapistill í Morgunblaðinu um Samtökin ‘78 sem hefði raunar getað verið skrifuð fyrir 30 árum síðan, þótt fókusinn hefði þá væntanlega verið á homma og lesbíur en ekki á trans fólk. Í pistlinum er gefið í skyn að fræðsla Samtakanna ‘78 stangist á við lög og fólk hvatt til að kæra hana. Á sama tíma hefur íslenskur hópur sem vill útiloka trans fólk óskað eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga um alla samninga sem Samtökin ‘78 hafa gert við ríki og sveitarfélög. Í bréfi þeirra til sveitarstjórna er einnig gefið í skyn að fræðslan standist ekki lög. Tilgangur þessa fámenna hóps fólks er ekki að sefa neinar alvöru áhyggjur af lögmæti fræðslu Samtakanna ‘78, heldur að gera samtökin tortryggileg fyrir að viðurkenna trans fólk sem ómissandi hluta hinsegin samfélagsins. Hér er um að ræða anga af markvissri herferð gegn réttindum trans fólks sem á sér hliðstæður í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta sama fólk hefur um nokkurra missera skeið haldið uppi málflutningi um að trans fólk sé einhvers konar ógn og eigi ekkert sameiginlegt með hinsegin samfélaginu, eða réttara sagt með hommum og lesbíum (og stundum tvíkynhneigðu fólki). Þau reyna með því að sá fræjum efa og tortryggni í kringum hinsegin fræðslu Samtakanna ‘78 og heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna meðal þeirra sem hvorki þekkja starf Samtakanna ‘78 né málefni trans fólks. Þetta er það sem mun gerast næst: Þau munu herja á skóla, stofnanir og fyrirtæki sem fá fræðslu frá Samtökunum ‘78, ekki til að fá svör heldur til að reyna að sá efasemdum. Þau munu reyna að sannfæra fólk um þá fásinnu að réttindi trans fólks stangist á við kvenréttindi. Flestir sem munu taka undir þau sjónarmið verða karlar sem berjast gegn kvenréttindum. Þau munu ljúga því að hinsegin fólk - og þá sérstaklega Samtökin ‘78 - sé að reyna að gera börn trans og hinsegin. Þau munu reyna að sannfæra fólk um að Samtökin ‘78, sem verja hagsmuni hinsegin barna og hinsegin fjölskyldna, séu hættuleg velferð barna. Þau munu reyna að gera lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þjónustu við trans börn tortryggileg með því m.a. að vísa í rannsóknir sem standast ekki skoðun eða snúa út úr viðurkenndum rannsóknum með rangfærslum. Þau munu gefa í skyn að heilbrigðisstarfsfólk, sem sinnir trans börnum og hjálpar þeim samkvæmt bestu mögulegu þekkingu, sé að skaða börn. Þau munu þrýsta á ríki og sveitarfélög að hætta að styðja við víðtæka þjónustu Samtakanna ‘78 með samningum. Þau munu þrýsta á stjórnmálaflokka að skerða réttindi trans fólks og takmarka aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Hvernig vitum við þetta? Jú, því þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur. Þar hefur sambærileg taktík og áróður borið árangur sem birtist annars vegar í hræðilegri löggjöf eins og í fjölda ríkja Bandaríkjanna og hins vegar algjöru frosti og oft afturför í réttindabaráttu trans fólks víða um Evrópu. Ísland er aðeins nokkrum misserum á eftir í þeirri þróun sem við höfum fylgst með í löndunum í kringum okkur. Reyndar höfum við séð allt sem talið er upp hér að ofan í íslenskri umræðu nú þegar. Við vitum af reynslu annarra að þessi örsmái hópur sem nú dúkkar upp í opinberri umræðu hér á landi mun halda áfram að reyna að grafa undan áunnum réttindum og samfélagsviðurkenningu trans fólks. Þetta munu þau gera í formi endalausra spurninga í annarlegum tilgangi, hreinna lyga, upplýsingaóreiðu og útúrsnúninga. Andúð á hinsegin fólki hefur fyrir löngu verið hafnað af þorra íslensks almennings og stuðningurinn sem Samtökin ‘78 finna fyrir þessa dagana er magnaður. Við biðjum fólk því að vera áfram vakandi fyrir þeim einkennum umræðunnar sem talin eru upp hér að ofan. Samtökin ‘78, trans fólk og hinsegin fólk almennt þarf sýnilegan og afdráttarlausan stuðning meirihlutasamfélagsins núna. Við viljum langflest samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera og tilheyra, nákvæmlega eins og við erum. Leyfum ekki örfáum einstaklingum að grafa undan því. Höfundar eru formaður og varaformaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana upplifum við hinsegin fólk ákveðið afturhvarf til fortíðar, þar sem sumt fólk telur eðlilegt að samfélagsumræða fari fram um tilvistarrétt fólks. Tilraun er gerð til að varpa rýrð á Samtökin ‘78 fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir trans fólk. Þetta er atburðarás sem við höfum þegar séð erlendis en við höfum einnig séð að með réttum viðbrögðum má minnka áhrifin. Fyrir skömmu birtist skoðanapistill í Morgunblaðinu um Samtökin ‘78 sem hefði raunar getað verið skrifuð fyrir 30 árum síðan, þótt fókusinn hefði þá væntanlega verið á homma og lesbíur en ekki á trans fólk. Í pistlinum er gefið í skyn að fræðsla Samtakanna ‘78 stangist á við lög og fólk hvatt til að kæra hana. Á sama tíma hefur íslenskur hópur sem vill útiloka trans fólk óskað eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga um alla samninga sem Samtökin ‘78 hafa gert við ríki og sveitarfélög. Í bréfi þeirra til sveitarstjórna er einnig gefið í skyn að fræðslan standist ekki lög. Tilgangur þessa fámenna hóps fólks er ekki að sefa neinar alvöru áhyggjur af lögmæti fræðslu Samtakanna ‘78, heldur að gera samtökin tortryggileg fyrir að viðurkenna trans fólk sem ómissandi hluta hinsegin samfélagsins. Hér er um að ræða anga af markvissri herferð gegn réttindum trans fólks sem á sér hliðstæður í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta sama fólk hefur um nokkurra missera skeið haldið uppi málflutningi um að trans fólk sé einhvers konar ógn og eigi ekkert sameiginlegt með hinsegin samfélaginu, eða réttara sagt með hommum og lesbíum (og stundum tvíkynhneigðu fólki). Þau reyna með því að sá fræjum efa og tortryggni í kringum hinsegin fræðslu Samtakanna ‘78 og heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna meðal þeirra sem hvorki þekkja starf Samtakanna ‘78 né málefni trans fólks. Þetta er það sem mun gerast næst: Þau munu herja á skóla, stofnanir og fyrirtæki sem fá fræðslu frá Samtökunum ‘78, ekki til að fá svör heldur til að reyna að sá efasemdum. Þau munu reyna að sannfæra fólk um þá fásinnu að réttindi trans fólks stangist á við kvenréttindi. Flestir sem munu taka undir þau sjónarmið verða karlar sem berjast gegn kvenréttindum. Þau munu ljúga því að hinsegin fólk - og þá sérstaklega Samtökin ‘78 - sé að reyna að gera börn trans og hinsegin. Þau munu reyna að sannfæra fólk um að Samtökin ‘78, sem verja hagsmuni hinsegin barna og hinsegin fjölskyldna, séu hættuleg velferð barna. Þau munu reyna að gera lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þjónustu við trans börn tortryggileg með því m.a. að vísa í rannsóknir sem standast ekki skoðun eða snúa út úr viðurkenndum rannsóknum með rangfærslum. Þau munu gefa í skyn að heilbrigðisstarfsfólk, sem sinnir trans börnum og hjálpar þeim samkvæmt bestu mögulegu þekkingu, sé að skaða börn. Þau munu þrýsta á ríki og sveitarfélög að hætta að styðja við víðtæka þjónustu Samtakanna ‘78 með samningum. Þau munu þrýsta á stjórnmálaflokka að skerða réttindi trans fólks og takmarka aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Hvernig vitum við þetta? Jú, því þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur. Þar hefur sambærileg taktík og áróður borið árangur sem birtist annars vegar í hræðilegri löggjöf eins og í fjölda ríkja Bandaríkjanna og hins vegar algjöru frosti og oft afturför í réttindabaráttu trans fólks víða um Evrópu. Ísland er aðeins nokkrum misserum á eftir í þeirri þróun sem við höfum fylgst með í löndunum í kringum okkur. Reyndar höfum við séð allt sem talið er upp hér að ofan í íslenskri umræðu nú þegar. Við vitum af reynslu annarra að þessi örsmái hópur sem nú dúkkar upp í opinberri umræðu hér á landi mun halda áfram að reyna að grafa undan áunnum réttindum og samfélagsviðurkenningu trans fólks. Þetta munu þau gera í formi endalausra spurninga í annarlegum tilgangi, hreinna lyga, upplýsingaóreiðu og útúrsnúninga. Andúð á hinsegin fólki hefur fyrir löngu verið hafnað af þorra íslensks almennings og stuðningurinn sem Samtökin ‘78 finna fyrir þessa dagana er magnaður. Við biðjum fólk því að vera áfram vakandi fyrir þeim einkennum umræðunnar sem talin eru upp hér að ofan. Samtökin ‘78, trans fólk og hinsegin fólk almennt þarf sýnilegan og afdráttarlausan stuðning meirihlutasamfélagsins núna. Við viljum langflest samfélag þar sem við höfum öll frelsi til að vera og tilheyra, nákvæmlega eins og við erum. Leyfum ekki örfáum einstaklingum að grafa undan því. Höfundar eru formaður og varaformaður Samtakanna ‘78.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun