Þetta varð ljóst eftir fund fulltrúa þingflokkanna með Petteri Orpo, formanni Sambandsflokksins, í morgun. Fundurinn stóð í níu mínútur, að því er segir í frétt YLE.
Sambandsflokkurinn vann sigur í finnsku þingkosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum, þar sem ríkisstjórnarflokkanir fimm, sem eru á miðjunni og á vinstri vængnum, misstu meirihluta sinn. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst í kjölfarið lausnar sem forsætisráðherra og formaður flokksins.
Orpo sagði á blaðamannafundi í morgun að viðræðurnar muni hefjast þann 2. maí næstkomandi.
Þar með er ljóst að hvorki vinstri flokkarnir né Græningjar taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Sömuleiðis hafði Miðflokkurinn tilkynnt að hann myndi ekki taka þátt í viðræðum við Orpo og Sambandsflokk hans.
Jafnaðarmannaflokkur Marin fékk 43 þingmenn kjörna af tvö hundruð. Íhaldsflokkurinn Sambandsflokkurinn fékk 48 þingmenn kjörna en þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar fékk 46 þingmenn.