Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysagildru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Vel fór á með þeim Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur þegar hinni síðarnefndu var afhentur undirskriftarlisti íbúa vegna Kópavogslaugar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“ Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“
Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24