Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 11:46 Wilson Skaw er nú við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Landhelgisgæslan Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni. Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni.
Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37