Vinna að framhaldi Dodgeball Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 12:41 Enn er óljóst hvort aðrir leikarar úr upprunalegu myndinni, eins og Ben Stiller, Christine Taylor, Justin Long og fleiri muni snúa aftur. Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana. Samkvæmt frétt Deadline er unnið að handriti myndarinnar. Enn er óljóst hvort aðrir leikarar úr upprunalegu myndinni, eins og Ben Stiller, Christine Taylor, Justin Long og fleiri muni snúa aftur. Dodgeball fjallaði um Peter La Fleur, sem leikinn var af Vaughn, og vini hans og viðskiptavini í líkamsræktarstöð hans. Þau þurftu að keppa gegn White Goodman, sem leikinn var af Stiller, um örlög líkamsræktarstöðvar La Fleur. Keppnin var í skotbolta, eins og nafn myndarinnar gefur til kynna. Hún naut gífurlegra vinsælda um heiminn allan og halaði inn rúmum 168 milljónum dala á heimsvísu. Framleiðsla hennar kostaði einungis tuttugu milljónir. Entertainment Weekly segir Vaughn hafa staðfest fyrir skömmu að Stiller hefði áhuga á að gera aðra mynd en Justin Long hafði áður sagt að Stiller hefði áhyggjur af því að gera framhald af svo vinsælli mynd eins og Dodgeball er. Það væri áhættusamt og gæti komið niður á upprunalegu myndinni. Vaughn sagði þó að hann hefði fengið hugmynd að framhaldi og að sú hugmynd væri skemmtileg. Forsvarsmenn kvikmyndavers hefðu áhuga og að Stiller hefði verið hrifinn af hugmyndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Samkvæmt frétt Deadline er unnið að handriti myndarinnar. Enn er óljóst hvort aðrir leikarar úr upprunalegu myndinni, eins og Ben Stiller, Christine Taylor, Justin Long og fleiri muni snúa aftur. Dodgeball fjallaði um Peter La Fleur, sem leikinn var af Vaughn, og vini hans og viðskiptavini í líkamsræktarstöð hans. Þau þurftu að keppa gegn White Goodman, sem leikinn var af Stiller, um örlög líkamsræktarstöðvar La Fleur. Keppnin var í skotbolta, eins og nafn myndarinnar gefur til kynna. Hún naut gífurlegra vinsælda um heiminn allan og halaði inn rúmum 168 milljónum dala á heimsvísu. Framleiðsla hennar kostaði einungis tuttugu milljónir. Entertainment Weekly segir Vaughn hafa staðfest fyrir skömmu að Stiller hefði áhuga á að gera aðra mynd en Justin Long hafði áður sagt að Stiller hefði áhyggjur af því að gera framhald af svo vinsælli mynd eins og Dodgeball er. Það væri áhættusamt og gæti komið niður á upprunalegu myndinni. Vaughn sagði þó að hann hefði fengið hugmynd að framhaldi og að sú hugmynd væri skemmtileg. Forsvarsmenn kvikmyndavers hefðu áhuga og að Stiller hefði verið hrifinn af hugmyndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira