Blakstelpurnar í Nebraska seldu 82 þúsund miða á leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 16:00 Liðsmenn Nebraska Cornhuskers fagna sigri á síðustu leiktíð. Blakliðið þeirra er gríðarlega vinsælt í Nebraska fylki. Getty/Steven Branscombe Þeir sem héldu að það væri tóm vitleysa að láta blakleik fara fram á risastórum fótboltaleikvangi breyta kannski um skoðun þegar þeir heyra fréttirnar frá Nebraska í Bandaríkjunum. Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a> Blak Bandaríkin Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a>
Blak Bandaríkin Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira