Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 15:21 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“ Bandaríkin Disney Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“
Bandaríkin Disney Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent