Frá þessu greindi Guðmundur Felix á Facebook í eftirmiðdaginn. Hann hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með meðferðinni eftir að líkami hans tók að hafna handleggjunum. Þá var hann til viðtals hér á Vísi í gær.
Þrátt fyrir að meðferðin virðist ganga ágætlega segir Guðmundur Felix að það sé ekki tekið út með sældinni að fá sterka sterameðferð. Hann hafi fengið sýkingu í olnbogann þar sem sterarnir hafi gert ónæmiskerfi hans óvirkt. Olnboginn sé nú þrefaldur að stærð og hann muni undirgangast aðgerð í kvöld þar sem tappað verður af olnboganum til þess að sterarnir komist sína leið í handleggnum. Sársaukinn sé óbærilegur.
Þá þakkar Guðmundur öllum þeim sem hafa stutt hann í gegnum ferlið og segist hafa viljað greina frá stöðunni fyrir alla þá sem gætu lent í svipaðri stöðu og hann er í nú, að lenda í slæmu bakslagi þegar batinn hefur virst góður.
Skilaboð Guðmundar Felix má sjá í spilaranum hér að neðan: