Handbolti

Allar breytingatillögur felldar á ársþingi HSÍ

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmótið í handbolta verður með óbreyttu sniði á næsta tímabili.
Íslandsmótið í handbolta verður með óbreyttu sniði á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét

Ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Laugardalshöll í dag. Allar tillögur til breytinga á Íslandsmótinu í handbolta voru felldar.

Meðal annars lá fyrir tillaga um að leikið yrði í aðeins einni deild í kvennahandboltanum. Þá lá önnur tillaga fyrir þar sem lagt var til að fjölga liðum í Olís-deild kvenna úr átta í tíu. Sú hugmynd um að fjölga liðum úr átta í tíu féll ekkki í kramið hjá fundargestum, en meirihluti samþykkti þó eina deild í meistaraflokki kvenna.

Hins vegar þarf 2/3 hluta til að fá lagabreytingu í gegn og þar sem tillagan var ekki samþykkt með nægilega afgerandi hætti var hún felld.

Þá lágu einnig fyrir tvær tillögur um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla. Önnur tillagan snéri að því að fella niður undanúrslit milli liða í Grill66-deild karla komst ekki í gegnum niðurskurðinn og sömu sögu er að segja um tillögu um að eitt lið falli beint úr Olís-deild karla og liðið í næst neðsta sæti leiki umspilsleiki við næst efsta lið Grill66-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×