Farsælir íslenskir tvíburar Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 17:35 Tvíburarnir eru margir samrýmdir og hafa sumir þeirra verið afar samstíga í gegnum lífið. Tvíburar hafa verið á margra vörum síðustu vikur eftir að sjónvarpsþættir Ragnhildar Steinunnar um tengsl og samfylgd tvíbura í gegnum lífið fór í loftið. Fjölmargar erlendar stjörnur eru tvíburar, má þar til dæmis nefna Elvis Presley, Scarlet Johansson, Vin Diesel, Gisele Bündchen, Ashton Kutcher og Kiefer Sutherland. Vísir tók saman lista yfir farsæla Íslendinga sem eru tvíburar. Jón Ragnar Jónsson, söngvari og hagfræðingur, og Hanna Borg Jónsdóttir, lögfræðingur, hafa fylgst að í 37 ár. Margir muna eftir tvíburasystkinunum í söngleikjum Verslunarskólans á sínum tíma en Hanna Borg fór til að mynda með eitt aðalhlutverkanna í söngleiknum Made in USA. Hanna lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fór síðan í framhaldsnám í mannréttindum við University of London og Jón útskrifaðist með háskólagráðu í hagfræði frá Boston University árið 2009. Á meðan tónlistin heltók líf Jóns beindist athygli Hönnu að mannréttindum barna en árið 2017 gaf hún út bókina Rúnar Góði þar sem mannréttindi barna eru kynnt fyrir lesendum. Systkinin hafa verið samtaka í barneignum en hér fyrir neðan má sjá þau með dætur sínar Sigríði Sól og Fríðu. Hanna Borg og Jón Ragnar hafa fylgst að í 37 ár. Kauphallarbræður Magnús og Páll Harðarsynir eða hinir svokölluðu Kauphallarbræður hafa vakið athygli fyrir einstakt samband og verið mjög samstíga í gegnum lífið í 57 ár. Þeir fóru í sömu skólana, eru báðir hagfræðingar auk þess sem þeir nældu sér báðir í doktorsgráðu í fræðunum við Yale-háskóla í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum. Páll var ráðinn forstjóri Nasdaq á Íslandi árið 2011 en átta árum síðar tók bróðir hans Magnús við keflinu og stýrir nú Kauphöll Íslands. Kauphallarbræðurnir hafa verið mjög samstíga í gegnum tíðina. Stefanía og Steinunn Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, og Steinunn Svavarsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði. Systurnar segjast einkar samrýmdar en þær fagna stórafmæli í ágúst á þessu ári þegar þær verða þrítugar. Systurnar hafa oft verið samtaka í lífinu og komust meðal annars að því, með dagsmillibili, að þær væru óléttar af sínu fyrsta barni. Systurnar eignuðust börnin með dagsmillibili. Fæðingardagur frumburana var settur með dags millibili og eignuðust þær börnin með dagsmillibili. Systurnar urðu báðar einhleypar á meðgöngunni og fluttu því inn saman á þeim tíma og studdu hvor aðra. Systurnar eignuðust börnin svo með dags millibili. Laufey og Júnía Laufey Lín og Júnía Jónsdætur. Laufey Lín hefur verið rísandi stjarna í tónlistarheiminum undanfarið og systir hennar Júnía kemur oft fram á tónleikum með henni. Systurnar hafa spilað klassíska tónlist saman frá fjögurra ára aldri og í viðtali við Fréttatímann árið 2016 sögðust þær hafa þróað einstakt tónlistarsamband, þær væru sem eitt samspil. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Á tónleikunum „Laufey og Sinfó“ sem fóru fram í Hörpu á síðasta ári flutti Laufey Lín lag sem hún samdi til systur sinnar. Lagið heitir Best friend og fjallar um samband systranna og er textinn mjög áhrifaríkur. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Gunnar og Ásmundur Gunnar Helgason, leikstjóri og rithöfundur, og Ásmundur Helgason, bókaútgefandi eru gjarnan nefndir skemmtilegustu tvíburar landsins. Bræðurnir eru eineggja og mjög samrýmdir. Þeir hafa sagt í viðtölum að þeir upplifi sig líka að flestu leiti bæði hvað varðar persónuleika og húmor. Bræðurnir deila sameiginlegu áhugamáli, veiði. Þeir veiða mikið saman og hafa gert nokkra sjónvarpsþætti um áhugamál sitt. Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur eru mjög samrýmdir. Arnar og Bjarki Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnuþjálfari og Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður knattspyrnufólks eru eineggja tvíburar. Bræðurnir léku lengi knattspyrnu saman og fóru saman út í atvinnumennsku árið 1992 þegar Hollenska knattspyrnuliðið Feyenoord keypti þá báða. Arnar og Bjarki fóru á sama tíma út í atvinnumennsku á sínum tíma. Ármann og Sverrir Ármann og Sverrir Jakobssynir eru eineggja tvíburar sem eru sennilega frægustu Gettu Betur keppendur frá upphafi. Þeir eru yngri bræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Bræðurnir virðast mjög samrýmdir og miklir námshestar og luku báðir stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund með glæsibrag. Ármann dúxaði með 9,6 og Sverrir var annar semidúxa. Árið 1990 kepptu þeir í Gettu Betur fyrir hönd skólans og hlutu mikið lof þegar lið þeirra sigraði Verzlinga með 21 stigs mun. Metið stóð í næstum kvartöld. Þátturinn TVÍBURAR er á dagskrá RÚV í kvöld en í þættinum skoðar Ragnhildur Steinunn meðal annars hvort erfðaefni eineggja tvíbura sé 100 prósent eins. Gerðar verða áhugaverðar tilraunir til að kanna hvort tvíburar hugsi svipað og spurningunni velt upp hvort tvíburar séu gáfaðri en annað fólk. Bíó og sjónvarp Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Jón Ragnar Jónsson, söngvari og hagfræðingur, og Hanna Borg Jónsdóttir, lögfræðingur, hafa fylgst að í 37 ár. Margir muna eftir tvíburasystkinunum í söngleikjum Verslunarskólans á sínum tíma en Hanna Borg fór til að mynda með eitt aðalhlutverkanna í söngleiknum Made in USA. Hanna lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fór síðan í framhaldsnám í mannréttindum við University of London og Jón útskrifaðist með háskólagráðu í hagfræði frá Boston University árið 2009. Á meðan tónlistin heltók líf Jóns beindist athygli Hönnu að mannréttindum barna en árið 2017 gaf hún út bókina Rúnar Góði þar sem mannréttindi barna eru kynnt fyrir lesendum. Systkinin hafa verið samtaka í barneignum en hér fyrir neðan má sjá þau með dætur sínar Sigríði Sól og Fríðu. Hanna Borg og Jón Ragnar hafa fylgst að í 37 ár. Kauphallarbræður Magnús og Páll Harðarsynir eða hinir svokölluðu Kauphallarbræður hafa vakið athygli fyrir einstakt samband og verið mjög samstíga í gegnum lífið í 57 ár. Þeir fóru í sömu skólana, eru báðir hagfræðingar auk þess sem þeir nældu sér báðir í doktorsgráðu í fræðunum við Yale-háskóla í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum. Páll var ráðinn forstjóri Nasdaq á Íslandi árið 2011 en átta árum síðar tók bróðir hans Magnús við keflinu og stýrir nú Kauphöll Íslands. Kauphallarbræðurnir hafa verið mjög samstíga í gegnum tíðina. Stefanía og Steinunn Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, og Steinunn Svavarsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði. Systurnar segjast einkar samrýmdar en þær fagna stórafmæli í ágúst á þessu ári þegar þær verða þrítugar. Systurnar hafa oft verið samtaka í lífinu og komust meðal annars að því, með dagsmillibili, að þær væru óléttar af sínu fyrsta barni. Systurnar eignuðust börnin með dagsmillibili. Fæðingardagur frumburana var settur með dags millibili og eignuðust þær börnin með dagsmillibili. Systurnar urðu báðar einhleypar á meðgöngunni og fluttu því inn saman á þeim tíma og studdu hvor aðra. Systurnar eignuðust börnin svo með dags millibili. Laufey og Júnía Laufey Lín og Júnía Jónsdætur. Laufey Lín hefur verið rísandi stjarna í tónlistarheiminum undanfarið og systir hennar Júnía kemur oft fram á tónleikum með henni. Systurnar hafa spilað klassíska tónlist saman frá fjögurra ára aldri og í viðtali við Fréttatímann árið 2016 sögðust þær hafa þróað einstakt tónlistarsamband, þær væru sem eitt samspil. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Á tónleikunum „Laufey og Sinfó“ sem fóru fram í Hörpu á síðasta ári flutti Laufey Lín lag sem hún samdi til systur sinnar. Lagið heitir Best friend og fjallar um samband systranna og er textinn mjög áhrifaríkur. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Gunnar og Ásmundur Gunnar Helgason, leikstjóri og rithöfundur, og Ásmundur Helgason, bókaútgefandi eru gjarnan nefndir skemmtilegustu tvíburar landsins. Bræðurnir eru eineggja og mjög samrýmdir. Þeir hafa sagt í viðtölum að þeir upplifi sig líka að flestu leiti bæði hvað varðar persónuleika og húmor. Bræðurnir deila sameiginlegu áhugamáli, veiði. Þeir veiða mikið saman og hafa gert nokkra sjónvarpsþætti um áhugamál sitt. Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur eru mjög samrýmdir. Arnar og Bjarki Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnuþjálfari og Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður knattspyrnufólks eru eineggja tvíburar. Bræðurnir léku lengi knattspyrnu saman og fóru saman út í atvinnumennsku árið 1992 þegar Hollenska knattspyrnuliðið Feyenoord keypti þá báða. Arnar og Bjarki fóru á sama tíma út í atvinnumennsku á sínum tíma. Ármann og Sverrir Ármann og Sverrir Jakobssynir eru eineggja tvíburar sem eru sennilega frægustu Gettu Betur keppendur frá upphafi. Þeir eru yngri bræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Bræðurnir virðast mjög samrýmdir og miklir námshestar og luku báðir stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund með glæsibrag. Ármann dúxaði með 9,6 og Sverrir var annar semidúxa. Árið 1990 kepptu þeir í Gettu Betur fyrir hönd skólans og hlutu mikið lof þegar lið þeirra sigraði Verzlinga með 21 stigs mun. Metið stóð í næstum kvartöld. Þátturinn TVÍBURAR er á dagskrá RÚV í kvöld en í þættinum skoðar Ragnhildur Steinunn meðal annars hvort erfðaefni eineggja tvíbura sé 100 prósent eins. Gerðar verða áhugaverðar tilraunir til að kanna hvort tvíburar hugsi svipað og spurningunni velt upp hvort tvíburar séu gáfaðri en annað fólk.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira