Frekari afglöp við afglæpavæðingu Halldór Auðar Svansson skrifar 2. maí 2023 08:01 Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fíkn Alþingi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar