Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 14:31 Leiðsögumenn telja að um fimmtán til tuttugu þúsund ferðamenn sé á Gullfossi og Geysi daglega yfir hásumarið. Vísir/Vilhelm Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. Eins og greint var frá á Vísi í gær liðu um fjörutíu mínútur frá því að tónlistarmaðurinn og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss mánudaginn 26. apríl þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hjörtur var úrskurðaður látinn stuttu eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður og félagi Hjartar til margra ára, var við Gullfoss þegar Hjörtur hneig niður og veitti honum fyrstu hjálp. Hann sagði í samtali við Vísi mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og ákall eftir betri neyðarþjónustu. „Við deilum þessum áhyggjum með öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Á þessu litla svæði er um að ræða tvo vinsælustu og fjölsóttustu ferðamannastaði landsins. Fjöldinn þarna er á við lítið bæjarfélag og jafnvel miðlungsbæjarfélag á mörgum dögum ársins,“ segir Snorri Valsson kynningar- og fræðslustjóri hjá Ferðamálastofu. „Þannig að við tökum undir þessar áhyggjur og myndum gjarnan taka þátt í þeirri vinnu að koma slíku á fót ef við gætum aðstoðað við það.“ Stytta verði viðbragðstímann Halldór nefndi sem dæmi um hentuga neyðarþjónustu þá sem er í boði á Þingvöllum. Þar er staðsettur sjúkrabíll og flutningamaður öllum stundum. Þetta mætti gera á Gullfossi. Snorri tekur undir og segir að neyðarþjónustu mætti bæta á enn fleiri stöðum. „Jökulsárlón, Dettifoss. Þetta eru bara staðir sem koma upp í hugann,“ segir Snorri. Þá sé tæp klukkustundar bið eftir sjúkrabíl skýrt merki um að ef hægt sé að gera nokkuð til að stytta viðbragðstímann þá þurfi það. „Öryggismál ferðamanna eru ákaflega mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og hefur verið unnið að þeim stanslaust undanfarin ár, meðal annars hjá okkur og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Það er stöðug vinna og má læra af hverju atviki og gera betur,“ segir Snorri. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum taka málið upp hér.“ Margt verið gert en margt megi bæta Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir margt hafa verið gert í þessum málum á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og Landsbjargar en margt sé þó hægt að bæta. „Ég held að við getum auðvitað tekið undir það að það skipti miklu máli að neyðarþjónusta á landinu sé góð. Ekki síst þar sem mikill fjöldi fólks er líklegur til að safnast saman. Þar með eru ferðamannastaðirnir hluti af því. Það er búið að vinna töluvert mikið á undanförnum árum í ýmsum öryggismálum á ferðamannastöðum, ferðamannaleiðum og fleiru,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir áhyggjur leiðsögumanna af neyðarþjónustu við helstu ferðamannastaðina. Vísir/Vilhelm „Margt hefur tekist vel en á sama tíma er skiljanlegt að einhverju leyti að öll þjónusta á landinu og innviðir hafi ekki náð að vaxa jafn hratt og nauðsynlegt er. Þar með horfum við til heilsugæslu og neyðarþjónustuinnviða.“ Óviðunandi að símasamband sé stopult við Gullfoss Eitt af því sem SAF hafi horft til ásamt Landsbjörg er að koma upp búnaði á fjölmennum stöðum sem hægt er að nota í neyðartilfellum, jafnvel til að bjarga mannslífum. Búnað sem leiðsögumenn og aðrir þjálfaðir í skyndihjálp kunna að nota og vita hvar er. Eins og fram kom í frétt Vísis um málið í gær slitnaði símtal Halldórs Jóns við Neyðarlínuna. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, var þá svarað af nýjum neyðarverði, sem þurfti að fletta málinu upp. Ferli sem tók tíma sem mátti ekki endilega missa þarna. Jóhannes segir óásættanlegt að símasamband við jafn fjölfarinn stað og Gullfoss sé svona slæmt. „Ég held að við verðum að hafa slík tæknimál á hreinu, að það sé gott símasamband á þessum helstu stöðum til þess að við getum kallað til þá neyðarþjónustu sem þörf er á. Það hefði maður haldið að ætti að vera tiltölulega lítið mál að leysa úr á stöðum sem þessum, sem eru í alfaraleið nú orðið,“ segir Jóhannes. „Akkúrat hvernig þessu er háttað þarna þekki ég ekki en almennt held ég að við hljótum að geta verið sammála um að símasamband á helstu ferðamannastöðum þarf að vera í lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Bláskógabyggð Slysavarnir Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi í gær liðu um fjörutíu mínútur frá því að tónlistarmaðurinn og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss mánudaginn 26. apríl þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hjörtur var úrskurðaður látinn stuttu eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður og félagi Hjartar til margra ára, var við Gullfoss þegar Hjörtur hneig niður og veitti honum fyrstu hjálp. Hann sagði í samtali við Vísi mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og ákall eftir betri neyðarþjónustu. „Við deilum þessum áhyggjum með öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Á þessu litla svæði er um að ræða tvo vinsælustu og fjölsóttustu ferðamannastaði landsins. Fjöldinn þarna er á við lítið bæjarfélag og jafnvel miðlungsbæjarfélag á mörgum dögum ársins,“ segir Snorri Valsson kynningar- og fræðslustjóri hjá Ferðamálastofu. „Þannig að við tökum undir þessar áhyggjur og myndum gjarnan taka þátt í þeirri vinnu að koma slíku á fót ef við gætum aðstoðað við það.“ Stytta verði viðbragðstímann Halldór nefndi sem dæmi um hentuga neyðarþjónustu þá sem er í boði á Þingvöllum. Þar er staðsettur sjúkrabíll og flutningamaður öllum stundum. Þetta mætti gera á Gullfossi. Snorri tekur undir og segir að neyðarþjónustu mætti bæta á enn fleiri stöðum. „Jökulsárlón, Dettifoss. Þetta eru bara staðir sem koma upp í hugann,“ segir Snorri. Þá sé tæp klukkustundar bið eftir sjúkrabíl skýrt merki um að ef hægt sé að gera nokkuð til að stytta viðbragðstímann þá þurfi það. „Öryggismál ferðamanna eru ákaflega mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og hefur verið unnið að þeim stanslaust undanfarin ár, meðal annars hjá okkur og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Það er stöðug vinna og má læra af hverju atviki og gera betur,“ segir Snorri. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum taka málið upp hér.“ Margt verið gert en margt megi bæta Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir margt hafa verið gert í þessum málum á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og Landsbjargar en margt sé þó hægt að bæta. „Ég held að við getum auðvitað tekið undir það að það skipti miklu máli að neyðarþjónusta á landinu sé góð. Ekki síst þar sem mikill fjöldi fólks er líklegur til að safnast saman. Þar með eru ferðamannastaðirnir hluti af því. Það er búið að vinna töluvert mikið á undanförnum árum í ýmsum öryggismálum á ferðamannastöðum, ferðamannaleiðum og fleiru,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir áhyggjur leiðsögumanna af neyðarþjónustu við helstu ferðamannastaðina. Vísir/Vilhelm „Margt hefur tekist vel en á sama tíma er skiljanlegt að einhverju leyti að öll þjónusta á landinu og innviðir hafi ekki náð að vaxa jafn hratt og nauðsynlegt er. Þar með horfum við til heilsugæslu og neyðarþjónustuinnviða.“ Óviðunandi að símasamband sé stopult við Gullfoss Eitt af því sem SAF hafi horft til ásamt Landsbjörg er að koma upp búnaði á fjölmennum stöðum sem hægt er að nota í neyðartilfellum, jafnvel til að bjarga mannslífum. Búnað sem leiðsögumenn og aðrir þjálfaðir í skyndihjálp kunna að nota og vita hvar er. Eins og fram kom í frétt Vísis um málið í gær slitnaði símtal Halldórs Jóns við Neyðarlínuna. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, var þá svarað af nýjum neyðarverði, sem þurfti að fletta málinu upp. Ferli sem tók tíma sem mátti ekki endilega missa þarna. Jóhannes segir óásættanlegt að símasamband við jafn fjölfarinn stað og Gullfoss sé svona slæmt. „Ég held að við verðum að hafa slík tæknimál á hreinu, að það sé gott símasamband á þessum helstu stöðum til þess að við getum kallað til þá neyðarþjónustu sem þörf er á. Það hefði maður haldið að ætti að vera tiltölulega lítið mál að leysa úr á stöðum sem þessum, sem eru í alfaraleið nú orðið,“ segir Jóhannes. „Akkúrat hvernig þessu er háttað þarna þekki ég ekki en almennt held ég að við hljótum að geta verið sammála um að símasamband á helstu ferðamannastöðum þarf að vera í lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Bláskógabyggð Slysavarnir Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00