„Lyklaafhending að þríbýli í Hafnarfirði með hraungirtum garði býður eftir okkur. En fyrst eru það framkvæmdir,“ skrifar María Thelma við færslu á samfélagsmiðlum og birtir myndir af sér með lykla í hönd.
María og Steinar hafa verið saman í rúmt ár og trúlofuðu sig í desember í fyrra, þegar Steinar kom Maríu á óvart með bónorði á göngu í jólaþorpinu í Hafnarfirði.
María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur verið áberandi á hvíta tjaldinu síðan. Hún lék meðal annars í þáttaröðinni Fangar og Ófærð. Auk þess lék hún á móti danska stórleikaranum Mads Mikkelsen í kvikmyndinni Arctic.
Steinar starfar sem viðskiptastjóri hjá Valitor og leikið í hinum ýmsu hlutverkum sem áhættuleikari, ásamt því að hafa getið gott orð af sér sem hnefaleikakappi. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.