Fótbolti

Selma Sól og stöllur misstu frá sér sigurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn í svekkjandi jafntefli í dag.
Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn í svekkjandi jafntefli í dag. Vísir/Getty

Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg þurftu að sætta sig við svekkjandi jafntefli er liðið heimsótti Avaldsnes í norskú úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en sigur hefði lyft Rosenborg á toppinn.

Selma Sól var í byrjunarliði Rosenborg í dag og lék allan leikinn fyrir liðið. Það var hins vegar Celine Nergard sem skoraði mark liðsins þegar hún kom Rosenborg yfir snemma í síðari hálfleik.

Lengi vel stefndi í að það yrði eina mark leiksins, en Ida Natvik jafnaði metin fyrir heimakonur þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Rosenborg mistókst að lyfta sér á topp norsku deildarinnar. Liðið situr enn í öðru sæti, nú með 16 stig eftir sjö leiki, jafn mörg og topplið Vålerenga sem hefur leikið einum leik minna.

Avaldsnes situr hins vegar í sjötta sæti með átta stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×