Evrópumeistararnir missa annan lykilleikmann í meiðsli fyrir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Fran Kirby (t.v.) verður ekki með enska landsliðinu á HM í sumar. Jonathan Moscrop/Getty Images Fran Kirby, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, mun missa af HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðsla. Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira