0,0 Inga Sæland skrifar 3. maí 2023 09:30 Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun