Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:50 Álfrún Pálsdóttir er kynningarstjóri HönnunarMars Aðsend Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira