Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“ Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“
Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“