Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“ Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“
Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira