Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:17 Rúnar ásamt aðstoðarmanni sínum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
„Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti