Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 23:54 Justin Webster og eiginkona hans Ashleigh. Dóttir þeirra, Ivy, var ein þeirra sem var myrt. AP/Sean Murphy Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Lögreglan segir Jesse McFadden hafa skotið öll fórnarlömb sín í höfuðið minnst einu sinni en líkin sjö fundust í læk í skógi skammt frá heimili McFadden og eiginkonu hans. „Það bendir allt til þess að Jesse McFadden hafi myrt sex manns og svo skotið sjálfan sig,“ sagði Joe Prentice, fógeti, í kvöld samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagðist ekkert liggja fyrir um af hverju McFadden framdi þetta ódæði. McFadden var dæmdur fyrir nauðgun árið 2003. Þá hafði hann bundið sautján ára stúlku, hótað henni með hnífi og nauðgað henni og var hann dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Honum var þó sleppt úr fangelsi í október 2020. Hann átti svo að mæta í dómsal á mánudaginn þar sem réttarhöld gegn honum fyrir vörslu barnakláms og tilraun til að brjóta á barni átti að hefjast. Líkin sjö fundust í læk skammt frá húsi fjölskyldunnar.AP/Nathan J. Fish Braut af sér í fangelsi en var sleppt Þessi brot átti McFadden að hafa framið árið 2016, er hann var í fangelsi en AP segir hann hafa sent ungu konunni, sem hann reyndi að fá nektarmyndir frá þegar hún var barn, skilaboð á dögunum og skammað hana fyrir að hafa eyðilagt líf hans. „Það er allt farið. Ég sagði þér að ég færi aldrei aftur,“ sendi hann konunni ungu. Hann kenndi henni um að hann væri mögulega aftur á leið í fangelsi. Prentice sagði í kvöld að skiljanlegt væri að fólk vildi átta sig á því hvað gerðist en venjulegt fólk gæti það ekki. „Fólk sem fremur svona glæpi er illt og venjulegt fólk getur ekki skilið af hverju þau gera það,“ sagði hann. AP fréttaveitan segir að leitin hafi hafist þegar McFadden mætti ekki í dómsal á mánudaginn en þá var einnig verið að leita að tveimur táningsstúlkum sem voru í heimsókn hjá fjölskyldu hans yfir helgina. Nú eru ættingjar fórnarlamba hans að spyrja af hverju honum var sleppt árið 2020. Þá var honum sleppt þremur árum áður en hann átti að losna, vegna góðrar hegðunar. Það var þrátt fyrir að hann var þá sakaður um vörslu barnakláms og um að reyna að plata táningsstúlku til að senda sér nektarmyndir. Justin Webster, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Ivy Webster, sem McFadden myrti, sagði í viðtali við AP að það þyrftu að vera afleiðingar vegna þessa máls. „Þeir hleyptu þessu skrímsli út. Þeir gerðu þetta,“ sagði hann. McFadden giftist Holly Guess í maí í fyrra en óljóst er hvort hún þekkti bakgrunn hans. Janette Mayo, móðir hennar, segir svo ekki vera. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Mayo segir að hann hafi logið að dóttur hennar og sannfært hana um að um misskilning væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47 Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3. maí 2023 07:47
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00
Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. 2. maí 2023 10:38