Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Birna Berg Haraldsdóttir heldur í vonina að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér. vísir/hulda margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Birna meiddist í öðrum leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar 1. maí. Haukar unnu leikinn, 25-24, eftir framlengingu. „Þetta gerðist í leiknum á mánudaginn, undir lok leiks eða í framlengingunni. Á þriðjudaginn var ég alveg að drepast og lét kíkja á þetta,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera í gifsi og eiga að vera frá í nokkrar vikur heldur Birna í vonina um að tímabilinu sé ekki lokið hjá sér og hún geti spilað í úrslitaeinvíginu, ef ÍBV kemst þangað. „Það er talað um fjórar vikur í gifsi en ég er að vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta. Ef ég færi eftir læknisráði væri ég búin að afskrifa tímabilið en þetta er hægri höndin þannig ég held í smá von,“ sagði hin örvhenta Birna sem skoraði 87 mörk í 21 leik í Olís-deildinni og í fyrstu tveimur leikjum ÍBV í úrslitakeppninni gerði hún fjórtán mörk. Birna fylgdist með þriðja leiknum gegn Haukum á miðvikudaginn úr stúkunni. ÍBV vann leikinn, 20-19, og er 2-1 yfir í einvíginu. Birna segir erfitt að hafa þurft að horfa á leikinn utan frá. „Það var hræðilega stressandi og ömurlegt. Mig langaði bara að vera með en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Það er alltaf miklu meira stressandi að horfa á leiki,“ sagði Birna en Ásta Björt Júlíusdóttir fyllti skarð hennar í stöðu hægri skyttu í leiknum gegn Haukum í fyrradag og skoraði fjögur mörk. Birna er bjartsýn fyrir hönd Eyjakvenna að þær vinni fjórða leikinn gegn Haukum á morgun og tryggi sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar. En hún segir ÍBV geta spilað mun betur, aðallega í sókninni. „Já, en það er samt hellingur sem við getum bætt. Við skoruðum bara tuttugu mörk en við stóðum þétta og góða vörn og Marta [Wawrzynkowska] var geggjuð í markinu og bjargaði okkur í lokin. Ef við bætum sóknarleiknum við vona ég að við vinnum,“ sagði Birna. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01 Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. 4. maí 2023 13:01
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. 4. maí 2023 09:00