„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 13:30 Stjörnumenn enduðu í 6. sæti Olís-deildar karla og duttu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 2-0. vísir/hulda margrét Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. „Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
„Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita