Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 14:50 Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir að til standi að setja þrjá til fjóra nýja þætti undir merkjum Hringbrautar á næstunni. Vísir/samsett Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent