„Versti samningur í Kópavogi síðan 1662“ Hákon Gunnarsson og Tryggvi Felixson skrifa 4. maí 2023 16:00 Þann 10. maí 2018, rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar það ár, var undirritaður samningur í Kópavogi sem hefur haft afleitar afleiðingar fyrir Kópavogsbæ sem samfélag. Sameiginlegar eignir bæjarbúa, myndarlegar fasteignir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og höfðu húsnúmer 2, 4 og 6 voru seldar gegn 1.050.000 þúsund krónu greiðslu til fyrirtækisins Árkórs. Árkór var þá 3ja mánaða gamalt fyrirtæki. Meirihlutinn í bæjarstjórn hefur haldið því fram að um „hefðbundin fasteignaviðskipti hafi verið um ræða“. Annað hefur komið í ljós. „Hefðbundin fasteignaviðskipti“? Þegar framangreindar eigir voru auglýstar til sölu í apríl 2017 var ekkert sem benti til að afleiðingar þessara viðskipta hefðu í för með sér eftirfarandi: Að þessar byggingar, m.a. gamla félagsheimilið, yrðu jafnaðar við jörðu. Að Kópavogsbær yrðir áfram vera með óbreytta starfsemi sína á Umhverfissviði næstu árin í Fannborg og greiða himinháa leigu fyrir. Að nýr eigandi myndi fá afhent deiliskipulagsvaldið á þessum dýrmætustu lóðum í eigu bæjarfélagsins sem leyfir byggingu 280 íbúða að verðmæti sem nema tugum milljarða. Þetta geta ekki talist „hefðbundin fasteignaviðskipti“. Hver er staðan á málinu á 5 ára afmælinu Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar á árunum 2014-2018 ber ábyrgð á þessum samningi við Árkór. Minnihlutinn þáverandi (Framsóknarflokkur, Samfylking og VG) greiddi atkvæði gegn samningnum og vildi efna til samkeppni um skipulag miðbæjarins í heild sinni. Hálfum mánuði síðar var myndaður nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsóknarflokkurinn tók 180 gráðu beygju í afstöðu sinni og talaði fyrir þessum samningi allt næsta kjörtímabil. Og gerir því miður enn. Það kom fljótlega í ljós að Árkór hafði aldrei í hyggju að leggja fram „framtíðarsýn um notkun“ eigna Kópavogsbæjar í Fannborg, en það var orðalagið í auglýsingunni í apríl 2017. Byggingarnar skyldu jafnaðar við jörðu. Til að það gæti orðið þurfti að breyta deiliskipulaginu á Fannborgarreit – og þar fékk fyrirtækið nánast sjálfdæmi um hjá nýjum meirihluta. Ekki nóg með það heldur gilti deiliskipulagið líka um Traðarreit vestur (Neðstatröð og Vallartröð) og var unnið í samvinnu við annan fjárfesti sem keypt hafði upp eignir á því svæði. Alls eru íbúðirnar sem rísa munu á þessum 2 reitum um 530 talsins. Söluverðmæti þeirra eigna er í dag áætlað um 40 til 60 milljarðar króna, fjárhæð sem nemur kostnaði við rekstur Kópavogsbæjar í heilt ár! Ætla má að hagnaður fjárfestisins geti numið einum til tveimur tugum milljarða. Hugmynd hagnaðardrifins fjárfestis varð að framtíðarsýn Kópavogsbæjar á þessum dýrmæta stað að afloknu málamyndar samtali við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Sama dag og kaupsamningurinn frá 10. maí var gerður, var undirritaður samningur við Árkór um að Kópavogsbær tæki að leigu húseignina Fannborg 6 undir starfsemi Umhverfissviðs bæjarins. Söluverðmæti Fannborgar 6 í maí 2018 var 300 milljónir. Á 5 árum hefur Kópavogsbær, sem státar sig af góðri fjármálastjórn, greitt kaupandanum yfir 200 milljónir af þessum 300 í húsaleigu – eingöngu á Fannborg 6. Alls eru tekjur Árkórs af eignum sínum í Fannborg á fjórða hundrað milljónir á tímabilinu – og það sem meira er – það er ekkert í pípunum um að þetta sé að breytast. „Við erum að fara að hefja hönnunarvinnu“. Svo virðist sem fjárfestinn Árkór hafi öll tromp í hendi og bærinn nauðbeygður að leigja eignirnar sem hann átti um ófyrirsjáanlega framtíð. Þess verður ekki langt að bíða að Kópavogsbær verður búinn að greiða kaupverð Árkórs á ættarsilfri Kópavogsbúa til baka að stærstum hluta – og það sem verra er; Kópavogsbær situr uppi með afleitar tillögur að miðbæjarskipulagi sem þjónar engum nema skammtímahagsmunum Árkórs. Það er ábyrgð stjórnvalda að ráðstafa takmörkuðum gæðum. Skipulagið í miðbæ Kópavogs er dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki að sjást í nútíma samfélagi. Hver næstu skref verða veit í raun enginn. Fjárfestinn telur áhyggjulaust leigutekjurnar frá Kópavogsbæ. Allir aðrir tapa. Íbúar á svæðinu eru í öngum sínum og Kópavogsbúar fá ekki það miðbæjarumhverfi sem þeir eiga skilið. Kópavogsbær verður af milljarða tekjum sem ella hefðu komið inn í rekstur bæjarins. Ræður um „ábyrga fjármálastjórn“ verða mjög hjáróma þegar þessar staðreyndir liggja á borðinu. Það síðasta sem heyrðist frá Árkór: „Við erum að fara að hefja hönnunarvinnu“. 1662 Þann 28 júlí 1662 var undirritaður frægur samningur þar sem Íslendingar viðurkenndu Danakonung sem erfða- og einveldiskonung. Sagan segir að Árni Oddsson lögmaður hafi skrifað undir grátandi. Einn ágætur Kópavogsbúi, lögmaður að mennt og vinur okkar sagði þegar hann hann hafði lesið samninginn frá 10. maí 2018. „ Ég he aldrei séð annað eins framsal á skipulagsvaldi og í þessum samningi: Þetta er versti samningur sem gerður hefur verið í Kópavogi síðan 1662. „ Það er auðvitað löngu kominn tími til að horfið verði af braut þess fjárfestaforræðis sem ráðið hefur för í Kópavogi undanfarna áratugi. Vonandi tekst einhvern veginn að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru við gerð samningsins frá 10. maí 2018. Kópavogsbúar eiga betra skilið. Höfundar eru hagfræðingar og Kópavogsbúar til margra áratuga sem þykir vænt um bæinn sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Tryggvi Felixson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. maí 2018, rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar það ár, var undirritaður samningur í Kópavogi sem hefur haft afleitar afleiðingar fyrir Kópavogsbæ sem samfélag. Sameiginlegar eignir bæjarbúa, myndarlegar fasteignir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og höfðu húsnúmer 2, 4 og 6 voru seldar gegn 1.050.000 þúsund krónu greiðslu til fyrirtækisins Árkórs. Árkór var þá 3ja mánaða gamalt fyrirtæki. Meirihlutinn í bæjarstjórn hefur haldið því fram að um „hefðbundin fasteignaviðskipti hafi verið um ræða“. Annað hefur komið í ljós. „Hefðbundin fasteignaviðskipti“? Þegar framangreindar eigir voru auglýstar til sölu í apríl 2017 var ekkert sem benti til að afleiðingar þessara viðskipta hefðu í för með sér eftirfarandi: Að þessar byggingar, m.a. gamla félagsheimilið, yrðu jafnaðar við jörðu. Að Kópavogsbær yrðir áfram vera með óbreytta starfsemi sína á Umhverfissviði næstu árin í Fannborg og greiða himinháa leigu fyrir. Að nýr eigandi myndi fá afhent deiliskipulagsvaldið á þessum dýrmætustu lóðum í eigu bæjarfélagsins sem leyfir byggingu 280 íbúða að verðmæti sem nema tugum milljarða. Þetta geta ekki talist „hefðbundin fasteignaviðskipti“. Hver er staðan á málinu á 5 ára afmælinu Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar á árunum 2014-2018 ber ábyrgð á þessum samningi við Árkór. Minnihlutinn þáverandi (Framsóknarflokkur, Samfylking og VG) greiddi atkvæði gegn samningnum og vildi efna til samkeppni um skipulag miðbæjarins í heild sinni. Hálfum mánuði síðar var myndaður nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsóknarflokkurinn tók 180 gráðu beygju í afstöðu sinni og talaði fyrir þessum samningi allt næsta kjörtímabil. Og gerir því miður enn. Það kom fljótlega í ljós að Árkór hafði aldrei í hyggju að leggja fram „framtíðarsýn um notkun“ eigna Kópavogsbæjar í Fannborg, en það var orðalagið í auglýsingunni í apríl 2017. Byggingarnar skyldu jafnaðar við jörðu. Til að það gæti orðið þurfti að breyta deiliskipulaginu á Fannborgarreit – og þar fékk fyrirtækið nánast sjálfdæmi um hjá nýjum meirihluta. Ekki nóg með það heldur gilti deiliskipulagið líka um Traðarreit vestur (Neðstatröð og Vallartröð) og var unnið í samvinnu við annan fjárfesti sem keypt hafði upp eignir á því svæði. Alls eru íbúðirnar sem rísa munu á þessum 2 reitum um 530 talsins. Söluverðmæti þeirra eigna er í dag áætlað um 40 til 60 milljarðar króna, fjárhæð sem nemur kostnaði við rekstur Kópavogsbæjar í heilt ár! Ætla má að hagnaður fjárfestisins geti numið einum til tveimur tugum milljarða. Hugmynd hagnaðardrifins fjárfestis varð að framtíðarsýn Kópavogsbæjar á þessum dýrmæta stað að afloknu málamyndar samtali við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Sama dag og kaupsamningurinn frá 10. maí var gerður, var undirritaður samningur við Árkór um að Kópavogsbær tæki að leigu húseignina Fannborg 6 undir starfsemi Umhverfissviðs bæjarins. Söluverðmæti Fannborgar 6 í maí 2018 var 300 milljónir. Á 5 árum hefur Kópavogsbær, sem státar sig af góðri fjármálastjórn, greitt kaupandanum yfir 200 milljónir af þessum 300 í húsaleigu – eingöngu á Fannborg 6. Alls eru tekjur Árkórs af eignum sínum í Fannborg á fjórða hundrað milljónir á tímabilinu – og það sem meira er – það er ekkert í pípunum um að þetta sé að breytast. „Við erum að fara að hefja hönnunarvinnu“. Svo virðist sem fjárfestinn Árkór hafi öll tromp í hendi og bærinn nauðbeygður að leigja eignirnar sem hann átti um ófyrirsjáanlega framtíð. Þess verður ekki langt að bíða að Kópavogsbær verður búinn að greiða kaupverð Árkórs á ættarsilfri Kópavogsbúa til baka að stærstum hluta – og það sem verra er; Kópavogsbær situr uppi með afleitar tillögur að miðbæjarskipulagi sem þjónar engum nema skammtímahagsmunum Árkórs. Það er ábyrgð stjórnvalda að ráðstafa takmörkuðum gæðum. Skipulagið í miðbæ Kópavogs er dæmi um vinnubrögð sem eiga ekki að sjást í nútíma samfélagi. Hver næstu skref verða veit í raun enginn. Fjárfestinn telur áhyggjulaust leigutekjurnar frá Kópavogsbæ. Allir aðrir tapa. Íbúar á svæðinu eru í öngum sínum og Kópavogsbúar fá ekki það miðbæjarumhverfi sem þeir eiga skilið. Kópavogsbær verður af milljarða tekjum sem ella hefðu komið inn í rekstur bæjarins. Ræður um „ábyrga fjármálastjórn“ verða mjög hjáróma þegar þessar staðreyndir liggja á borðinu. Það síðasta sem heyrðist frá Árkór: „Við erum að fara að hefja hönnunarvinnu“. 1662 Þann 28 júlí 1662 var undirritaður frægur samningur þar sem Íslendingar viðurkenndu Danakonung sem erfða- og einveldiskonung. Sagan segir að Árni Oddsson lögmaður hafi skrifað undir grátandi. Einn ágætur Kópavogsbúi, lögmaður að mennt og vinur okkar sagði þegar hann hann hafði lesið samninginn frá 10. maí 2018. „ Ég he aldrei séð annað eins framsal á skipulagsvaldi og í þessum samningi: Þetta er versti samningur sem gerður hefur verið í Kópavogi síðan 1662. „ Það er auðvitað löngu kominn tími til að horfið verði af braut þess fjárfestaforræðis sem ráðið hefur för í Kópavogi undanfarna áratugi. Vonandi tekst einhvern veginn að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru við gerð samningsins frá 10. maí 2018. Kópavogsbúar eiga betra skilið. Höfundar eru hagfræðingar og Kópavogsbúar til margra áratuga sem þykir vænt um bæinn sinn.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun