Óvænt eftirspurn eftir stólunum sem ruku út Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 21:46 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, segir eftirspurnina eftir stólunum hafa verið mikla. Vísir/Steingrímur Dúi Gríðarleg eftirspurn er eftir stólum úr skíðalyftunni gömlu sem þurfti að víkja fyrir nýju Drottningunni í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir eftirspurnina hafa komið starfsfólki á óvart en hann grunar að fólk ætli að nýta stólana meðal annars sem garðhúsgagn. Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira