Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 17:53 Ed Sheeran í New York í dag. AP/John Minchillo Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan. Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan.
Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30
Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31
Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10
Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00
Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19